þriðjudagur, september 25, 2007

Haustgrill

Búin með enn eina digi síðu! Þetta fer alveg að vera spurning um að hætta bara að vera áskrifandi í SG og hella sér alfarið í tölvuskrappið! LOL



Þessi síða er úr French Countryside kittinu sem ég keypti mér um daginn...ótrúlega flott kitt en síðan bjó ég til blómin úr blómastenslum sem ég á...ég semsagt litaði þau bara ;-)

mánudagur, september 24, 2007

Anja skrappari

Ég get nú ekki sagt annað en ég hafi verið afskaplega ánægð með dóttur mína í dag...er það reyndar alla daga LOL en í dag fékk ég gest og við þurftum að fá næði í tölvunni en Anja var ekki á því að leyfa okkur að gera það sem við vildum og hékk í mér hálf vælandi...Þá datt mér í hug að gefa henni forsíðuna af basic grey pappír, þessa sem er með fullt af myndum af pappírnum og síðan fékk hún eina örk af BG merkisspjöldum - ég meina hvenær nota ég þessi merkisspjöld eiginlega??? Síðan fékk hún auðvitað lím og 2 myndir.

Hún sat alveg ein við eldhúsborðið og dundaði sér við þetta á meðan við vorum að vesenast í tölvunni. Hún fékk nákvæmlega enga aðstoð eða leiðbeiningu um hvernig væri gott að gera þetta og hér er útkoman. Ég var nú svo hissa á hvað þetta er flott hjá henni að ég skellti þessu í plast til að geyma!



sunnudagur, september 23, 2007

Náttúrubarn

Ég var loksins að ljúka við síðu áðan. Myndin er tekin af Önju núna í sumar úti á maísakri í Þýskalandi.

Kittið sem ég nota í hana er frá Kay Miller design, eiginlega tók ég slatta úr nokkrum kittum ;-) Titillinn er síðan gerður úr chipboard stöfum sem hún Hanna vinkona mín bjó til.

mánudagur, september 17, 2007

Hugsi

Það er í gangi skissukeppni á Gettin Sketchy blogginu og þetta er sýnishorn af því hvernig hægt er að nota skissuna...Endilega takið þátt!!

föstudagur, september 14, 2007

Nýr blogghaus...

Já það er komin nýr haus...enn eina ferðina, en það var villa í hinum sem ég var búin að trassa svolítið lengi að laga...En hér er allavega sá nýjasti ;-)

fimmtudagur, september 13, 2007

Sjáðu

Hér er önnur síða úr kittinu sem ég keypti um daginn. Ég er algerlega ástfangin af því, það er ótrúlega flott!! Mér finnst svo auðvelt að vinna með það því það er svo mikið af dóti sem fylgir því...

Myndirnar á þessari síðu voru teknar í Þýskalandi í sumar úti á einhverjum maísakri nálægt Hamburg.

mánudagur, september 10, 2007

Systkin

Þessar myndir tók ég í gær og ákvað bara að nota innblásturinn sem ég fékk við að herma eftir síðunni í gær og skellti í aðra síðu. Hún er úr kitti sem ég keypti í gær og heirit Frensh Countryside. Mér finnst það alveg sjúklega flott! og ég er bara mjög ánægð með þessa síðu ;-)

Ný síða

Ég skellti í eina svona eftirhermu síðu í dag...digi síðu ;-) Hún er gerð eftir síðu sem er í nýjasta Creating Keepsakes blaðinu. Mér fannst hún svo ótrúelga flott að ég keypti mér kittið sem hún er úr! Hér er svo mín útgáfa af henni ;-)

laugardagur, september 08, 2007

Ekkert skrappað

Ég kem mér bara alls ekki í að skrappa!! Ég veit ekki hvað er eiginlega í gangi...búin að kaupa slatta af sniðugum hlutum til að skrappa, eins og glær albúm, lítinn kassa og lítin poka, en ekkert gerist bara! Ég nenni heldur ekki að skrappa í tölvunni eða búa til skissur.....ætli það sé hægt að fá eitthvað við þessu??

Ég fékk æðislegan pakka í gær...SG kittið mitt og aftur án viðkomu í tollinum ;-) Snilldar póstþjónusta hér í DK! Kittið er auðvitað algert æði! og tæknin núna er að gera glær albúm eða síður. Ég er að mana mig upp í að prufa, en það þarf að hanna þetta svolítið öðruvísi heldur en hefðbundnar síður þar sem þetta er gegnsætt...allavega held ég það ;-) ÉG er búin að sjá mjög flott svona albúm á netinu þannig að nú er bara að bretta upp ermar og byrja!

Hér eru annars myndir af septemberkittinu:
hm...þetta virkar ekki í augnablikinu, síðan þeirra liggur niðri þannig að ég skelli inn myndum við fyrsta tækifæri.