Þessi er unnin eftir skissu sem ég teiknaði upp fyrir löngu síðan en var alltaf að spara því mig langaði að nota svona dúk undir myndina........fór loks í Föndru um daginn og keypti dúkinn skellti í síðu og þetta er svo afraksturinn ;-) Ég notaði mynd sem ég er nýbúin að skrappa, ástæðan er sú að þessi síða fer í keppnina í FS en þær ætla að halda síðunum sem koma inn svo ég mun ekki eiga hana sjálf ;-( -frekar fúlt reyndar.....
miðvikudagur, mars 28, 2007
Fancy pants pappír
Jæja, þá verð ég víst að éta það ofan í mig að FP pappír sé ljótur! LOL Það er keppni í Fjarðarskrappi þar sem maður verður að nota FP pappír......og auðvitað get ég ekki látið neina keppni framhjá mér fara.....Ég er að hugsa um að senda inn 2 síður....kanski fleiri...sé til hvernig þetta tekst hjá mér ;-)
Ég er allavega búin með eina, mjög einfalda...og eiginlega verð ég að segja að mér finnst hún miklu flottari live heldur en svona á netinu ;-) Myndirnar eru alls ekki svona dökkar eins og þær virðast vera þarna...
Ég er allavega búin með eina, mjög einfalda...og eiginlega verð ég að segja að mér finnst hún miklu flottari live heldur en svona á netinu ;-) Myndirnar eru alls ekki svona dökkar eins og þær virðast vera þarna...
sunnudagur, mars 25, 2007
Skrappstuð!
Ég er búin að vera í þvílíka skrappstuðinu í dag, búin að skella í heilar þrjár síður! Ég hef nú bara aldrei skrappað jafn mikið og núna í mars alveg frá því ég byrjaði! Bara gaman! Var að klára þessa síðu hér:
en í gær gerði ég líka forsíðu á Þotualbúmið mitt, en það er svona nokkurskonar swappleikur sem er á Þotulistanum, skrappspjalli sem ég er á...við búum til síður í albúm fyrir hvor aðra. Hér er semsagt mitt albúm, sem er búið til úr brúnum bréfpokum sem eru bundnir saman ;-)
en í gær gerði ég líka forsíðu á Þotualbúmið mitt, en það er svona nokkurskonar swappleikur sem er á Þotulistanum, skrappspjalli sem ég er á...við búum til síður í albúm fyrir hvor aðra. Hér er semsagt mitt albúm, sem er búið til úr brúnum bréfpokum sem eru bundnir saman ;-)
Afrófléttur
Jæja ég fékk pínulítið svigrúm til að skrappa smá í dag.......enda alveg nauðsynlegt til að halda manni í formi!!! Þetta er nú einusinni eina líkamsræktin mín!
Ég ákvað að grynnka aðeins á myndum sem ég hafði sent í framköllun - áður en maður eignaðist þennan fína prentara! Mér finnst alltaf pínulítið erfitt að nota þessar stöðluðu framköllunarstærðir, þær passa til dæmis ekki 3 á síðu ef allar eru láréttar þannig að ég skar af þeim. Stóru myndina prentaði ég út sjálf stuttu eftir að ég lét framkalla hinar. Ég nenni ekki að setja opnuna saman, set bara myndirnar af síðunum inn hvora fyrir sig, því þær skönnuðust eitthvað svo asnalega inn og eru misstórar þegar ég reyni að líma þær saman.....
Ég ákvað að grynnka aðeins á myndum sem ég hafði sent í framköllun - áður en maður eignaðist þennan fína prentara! Mér finnst alltaf pínulítið erfitt að nota þessar stöðluðu framköllunarstærðir, þær passa til dæmis ekki 3 á síðu ef allar eru láréttar þannig að ég skar af þeim. Stóru myndina prentaði ég út sjálf stuttu eftir að ég lét framkalla hinar. Ég nenni ekki að setja opnuna saman, set bara myndirnar af síðunum inn hvora fyrir sig, því þær skönnuðust eitthvað svo asnalega inn og eru misstórar þegar ég reyni að líma þær saman.....
föstudagur, mars 23, 2007
Úlala
Nú er maður bara á meðal frægra!.........Nei ég er ekki að tala um viðtalið við mig í Fréttablaðinu í dag, heldur var ein síðan mín samþykkt inn í BasicGrey galleríið ;-) Það finnst mér mikill heiður og ég er bara mjög montin af mér! Það er gaman að þessu, mér datt í hug að senda inn síðu þar sem Barbara hafði komist í gegn um nálaraugað hjá þeim bara í gær með tvær svakalega flottar síður, en ég hef nokkrum sinnum sent þeim síður án árangurs.
Annars var ég að skrappa síðu í Þotualbúmið hennar Barböru.....mér skilst að það sé blátt bann við að sýna það strax...þannig að ég ætla bara að tala um hana LOLOL Þetta Þotualbúm er nokkurskonar swapp sem við erum að gera, búum til minialbúm sem hver og ein gerir síðan síðu í með upplýsingum um sig, eins og heimilisfang, síma og svoleiðis. Ég er enn ekki búin að gera albúm fyrir mig, en byrjaði á því í dag og mun klára það eftir helgi.
Jæja, góða helgi, erum að renna af stað í sumarbústað í "sumarblíðunni"!
Annars var ég að skrappa síðu í Þotualbúmið hennar Barböru.....mér skilst að það sé blátt bann við að sýna það strax...þannig að ég ætla bara að tala um hana LOLOL Þetta Þotualbúm er nokkurskonar swapp sem við erum að gera, búum til minialbúm sem hver og ein gerir síðan síðu í með upplýsingum um sig, eins og heimilisfang, síma og svoleiðis. Ég er enn ekki búin að gera albúm fyrir mig, en byrjaði á því í dag og mun klára það eftir helgi.
Jæja, góða helgi, erum að renna af stað í sumarbústað í "sumarblíðunni"!
miðvikudagur, mars 21, 2007
Leikherbergið
Þetta er síðasta opnan sem ég gerði þegar ég var að nota þessa formúlu úr CreatingKeepsakes. Ég er bara mjög ánægð með hanna, það er gaman að geta klesst svona mörgum myndum á síðuna! Þessi formúla sem ég notaði reyndist bara mjög vel og ég mæli hiklaust með þessu fyrir þá sem vilja eyða litlum tíma í að pæla í uppsetningu á síðunum, þá sem eiga lítinn pappír sem þeir vilja nýta sem best og líka þá sem eru að flýta sér að klára eitthvað ákveðið verkefni, eins og ég er að vinna að því hörðum höndum að klára kínaferðina!
sunnudagur, mars 18, 2007
Spítalalíf
Jæja, þá á ég enga hálfkláraða síðu eftir! Ég byrjaði á þessari fyrir löngu en eins og með afmælissíðuna þá strandaði ég, algerlega tóm þegar kom að því að gera seinni síðuna.......ég ákað að taka málið föstum tökum í dag og kláraði bara! Ég er svona lala sátt við útkomuna, en ókey, það er ekki alltaf hægt að vera hamingjusamur með þetta! Stundum verður maður bara að sætta sig við það!
3gja ára afmælisstelpa
Ég strandaði með þessa síðu í sumar, komst aldrei lengra en að prenta út myndir og líma þær á mottur og síðan ekki söguna meir. Datt bara ekkert í hug hvernig þetta ætti allt saman að vera! Ég tók mér svo til í dag að klára helling af síðum sem hafði vantað texta á og þegar ég var búin með þær þá réðst ég á þessa og ákvað að hætta ekkert fyrr en ég væri orðin ánægð með hana - sem ég er barasta!
Gúdda morning
Það er nú ekki hægt annað en skrappa hann "Gúdda morning" þegar maður skrappar Kínaferðina! Það var dyravörður á hótelinu okkar í ShangSha sem var svona hryllilega hress og sagði alltaf Gúdda moorning með þvílíkum tilþrifum og gleði að það var ómögulegt annað en að smitast af honum! Þessar myndir eru teknar þegar við erum að kveðja hann í síðasta sinn ;-)
Ég notaðist áfram við þessa formúlu sem ég fann í CreatingKeepsakes, þetta er sami munstraði pappírinn og í opnunni. Ég var samt í pínulitlum vandræðum með þessa síðu þar sem það var gert ráð fyrir því í formúlunni að maður væri með pappír sem væri litaður báðu megin og það gefur meiri fjölbreytni - en þetta sleppur alveg. Síðan er ég að reyna að nota draslið sem ég á - líka það sem mig langar ekkert að nota! eins og þessa Jolees límmiða - sem er drekinn á síðunni og síðan var ég búin að kaupa einhverja æðislega flotta kínverska límmiða.......en það er ekki svo auðvelt að nota þá.....og mér finnst þeir eiginlega bara ljótir á siðum! En Rós snillingur kom í dag og benti mér á þá snilldarhugmynd að nota svona bling steina á þá og sveimérþá það skánaði bara um helming!!
Ég notaðist áfram við þessa formúlu sem ég fann í CreatingKeepsakes, þetta er sami munstraði pappírinn og í opnunni. Ég var samt í pínulitlum vandræðum með þessa síðu þar sem það var gert ráð fyrir því í formúlunni að maður væri með pappír sem væri litaður báðu megin og það gefur meiri fjölbreytni - en þetta sleppur alveg. Síðan er ég að reyna að nota draslið sem ég á - líka það sem mig langar ekkert að nota! eins og þessa Jolees límmiða - sem er drekinn á síðunni og síðan var ég búin að kaupa einhverja æðislega flotta kínverska límmiða.......en það er ekki svo auðvelt að nota þá.....og mér finnst þeir eiginlega bara ljótir á siðum! En Rós snillingur kom í dag og benti mér á þá snilldarhugmynd að nota svona bling steina á þá og sveimérþá það skánaði bara um helming!!
föstudagur, mars 16, 2007
Leikskóli
Ég brá mér í bæjarferði í gær og endaði inní FK-skrappi....það stefndi nú allt í að ég færi tómhent út aftur þar sem mig vantaði ekkert eða það sem mig vantaði var of dýrt ;-) Langaði alveg hryllilega til að kaupa nýju Fancy Pants stimplana en held ekki þar sem þeir eru bara aðeins of marga $$$$!
Þegar ég var um það bil að kveðja Söndru þá rak ég augun í nýjasta CreatingKeepsakes.........tímarit sem ég hef ekki skoðað lengi en ég var áður áskrifandi að. Það var náttúrulega einhver grein í því um hvernig má skera munstraðan pappír þannig að hann nýtist á 5 opnur og auðvitað varð ég að kaupa það! Gerði síðan opnu í Kínaalbúmið einmitt úr pappír sem ég hef ekki tímt að nota þar sem ég á svo fáar arkir af honum! Sniðugt blað!
Þegar ég var um það bil að kveðja Söndru þá rak ég augun í nýjasta CreatingKeepsakes.........tímarit sem ég hef ekki skoðað lengi en ég var áður áskrifandi að. Það var náttúrulega einhver grein í því um hvernig má skera munstraðan pappír þannig að hann nýtist á 5 opnur og auðvitað varð ég að kaupa það! Gerði síðan opnu í Kínaalbúmið einmitt úr pappír sem ég hef ekki tímt að nota þar sem ég á svo fáar arkir af honum! Sniðugt blað!
miðvikudagur, mars 14, 2007
Saklaus
Æ hvað það er nú gott að vera svona aleinn heima eftir svona törn á spítala! Ég er bara búin að vera að skrappa í dag, hanga á netinu og chilla!
Gerði þessa síðu áðan, en hún er eftir skissu sem Begga teiknaði. Ég er búin að vera með hana svolítið lengi í skúffuni...var búin að teikna og klippa til munstraða pappírinn en var ekki ánægð með neina mynd sem ég mátaði við hann...Datt síðan niður á þessa lausn að nota brúntóna mynd sem passar náttúrulega við flest alla liti!
Stúlka
Ég er áfram að vinna í Bókinni um mig og var að klára eina síðu áðan. Hún á reyndar að vera partur af opnu, ætla að gera hinn hlutann seinna en á honum á að vera fæðingarsagan ásamt armbandinu og sjúkrahússpjaldinu mínu...það er að segja ef ég finn það!
Ég notaði orginal myndirnar á þessa síðu, var í vandræðum með að skanna þær inn þannig að þær yrðu nógu góðar þegar ég prentaði þær út. Mér finnst það bara koma flott út, skemmtilegt að hafa þennan hvíta kant umhverfis myndirnar. Ég hef ekki áður notað svona mikið rubon á síðu, fékk þetta rubon að gjöf frá konu á ScrapGoods og mér finnst það bara ferlega flott!
laugardagur, mars 10, 2007
Mæðgur
Mikið er nú ljúft að vera komin heim og geta skrappað aðeins!! Þetta er bara eins og orkubúst sem maður fær við að sitja svona einn og dunda sér, í ísköldu herbergi - því ofninn er bilaður! ;-)
Það er áskorun í gangi á Skrapp-magnúsi að skrappa myndina sem Begga tók af börnunum með foreldrum sínum - það eru verðlaun í boði frá Fjarðarskrappi! Ferlega sniðugt!!! Ég teiknaði upp skissu fyrir nokkru og er síðan búin að vera á leiðinni að nota hana og fannst alveg upplagt að gera það núna. Skissan var svona inspiration frá Gabriellep á Scrapbook - hún gerir alveg geggjaðar síður! Ég er bara sátt við útkomuna, þó litirnir séu heldur daufir að mínu mati...en þetta er bara svona ;-) Þetta er í fyrsta sinn sem ég stimpla með einhverju öðru en svörtu - ætli það sé ekki partur af því að mér finnst þetta dauflegir litir, en ég er samt viss um að ef ég hefði stimplað með svörtu þá tæki dútlið allt of mikið frá myndinni.
mánudagur, mars 05, 2007
Ævintýramynd
Ég dundaði mér við það í gærkvöldi að gera svona ævintýramynd af Önju. Þetta er ferlega skemmtilegt, en Begga á Skrapplistanum var að kenna okkur þetta ;-)
Hér er svo útkoman, sem ég ætla að skrappa við tækifæri...
Annars erum við mæðgur núna staddar á húðdeildinni, vel nettengdar með sjónvarp, video og DVD á herberginu!!
Hér er svo útkoman, sem ég ætla að skrappa við tækifæri...
Annars erum við mæðgur núna staddar á húðdeildinni, vel nettengdar með sjónvarp, video og DVD á herberginu!!
sunnudagur, mars 04, 2007
Enn ein síða í bókina um mig!
Að þessu sinni var verkefnið "Mín mesta eftirsjá". Ég er sko búin að klóra mér til blóðs í hausnum yfir þessu verkefni!!! Afhverju? jú, ég hef þá bjargföstu trú að það sé beinlínis mannskemmandi að sitja og naga sig í handarbökin yfir einhverju sem gerðist í fortíðinni! Mér finnst tímanum illa varið í svoleiðis vangaveltur og held að ég hafi bara allt annað að gera ;-) En hvað um það, þetta er skylduverkefni ef maður ætlar að vera með í verðlaunapottinum þannig að ég kláraði þetta....en textinn á síðunni fjallar einmitt um að ég sé ekki eftir neinu, af því ég vel að horfa fram á við.
Ég ákvað að nota gamlar myndir af mér, teknar fyrir utan Hringbrautina fyrir laaaannnga löngu!! Ég er gleraugnalaus á þessum myndum þannig að ég er ekki eldri en 2 ára, en ég veit ekki nákvæmlega hversu gömul ég er á þeim.
Ég ákvað að nota gamlar myndir af mér, teknar fyrir utan Hringbrautina fyrir laaaannnga löngu!! Ég er gleraugnalaus á þessum myndum þannig að ég er ekki eldri en 2 ára, en ég veit ekki nákvæmlega hversu gömul ég er á þeim.
laugardagur, mars 03, 2007
Baixue
Ég skrappaði í dag eina ótrúlega dýrðmæta mynd af skottunni minni. Þetta er mynd sem ég fann á myndasíðu ChangDe yahoogrúppunnar, en það er barnaheimilið sem Anja var á fyrstu mánuðina. Það var fólk sem var að sækja dóttur sína sem sá þessa fallegu stelpu og smellti mynd af henni, þó það væri stranglega bannað að taka myndir af börnunum! Það er alveg ótrúelgt að finna þessa mynd! og þegar maður á bara 5 aðrar myndir frá fyrsta ári barnsins þá verður hver mynd ómetanleg!
Ég var í miklum vandræðum með að skrappa hana, maður vill einhvernvegin hafa þetta fullkomið ;-) og þá er maður að veltast svo lengi með pappír, uppsetningu og skraut.......en í dag var ég tilbúin, ákvað bara að láta vaða því ég get jú alltaf gert þetta aftur ef útkoman er glötuð! Ég er bara nokkuð sátt við þetta, og er alveg sama þó þetta sé nú langt frá því að vera eitthvað meistarastykki!
Ég var í miklum vandræðum með að skrappa hana, maður vill einhvernvegin hafa þetta fullkomið ;-) og þá er maður að veltast svo lengi með pappír, uppsetningu og skraut.......en í dag var ég tilbúin, ákvað bara að láta vaða því ég get jú alltaf gert þetta aftur ef útkoman er glötuð! Ég er bara nokkuð sátt við þetta, og er alveg sama þó þetta sé nú langt frá því að vera eitthvað meistarastykki!
föstudagur, mars 02, 2007
Mulan
Mikið er nú gaman (enþá) að blogga svona um síðurnar sínar! Þá getur maður malað og malað án þess að nokkur grípi framí hehehe!! og síðan fær maður útrás fyrir sýniþörfina í leiðinni! Stórsniðugt! Ég skil ekkert í mér að hafa ekki gert þetta miklu fyrr ;-)
Annars skrappaði ég opnu í kvöld með myndum frá Grímuballinu sem við fórum á, á laugardaginn. Begga, listastýra á skrappspjallinu tók þessar frábæru myndir af stelpunum og gaf mér. Ji hvað það er langt síðan ég hef skrappað opnu! Eiginlega ekki síðan í Skálholti! Ég sem gerði aldrei stakar síður áðurfyrr geri núna opnu bara einstaka sinnum! Mér finnst svo miklu miklu léttara að gera stakar síður heldur en opnur, sérstaklega þegar maður er bara með 1 mynd! Það er bara svo ópraktíst og plássfrekt! Núna þarf ég að fara að snúa mér aftur að Kínaalbúminu til að halda mér við í opnugerðinni!
Bara svo þið vitið, þá er hægt að smella á síðurnar til að sjá þær stærri.
Annars skrappaði ég opnu í kvöld með myndum frá Grímuballinu sem við fórum á, á laugardaginn. Begga, listastýra á skrappspjallinu tók þessar frábæru myndir af stelpunum og gaf mér. Ji hvað það er langt síðan ég hef skrappað opnu! Eiginlega ekki síðan í Skálholti! Ég sem gerði aldrei stakar síður áðurfyrr geri núna opnu bara einstaka sinnum! Mér finnst svo miklu miklu léttara að gera stakar síður heldur en opnur, sérstaklega þegar maður er bara með 1 mynd! Það er bara svo ópraktíst og plássfrekt! Núna þarf ég að fara að snúa mér aftur að Kínaalbúminu til að halda mér við í opnugerðinni!
Bara svo þið vitið, þá er hægt að smella á síðurnar til að sjá þær stærri.
fimmtudagur, mars 01, 2007
5 skemmtilegar æskumimmingar
er loksins tilbúin! Ég var lengi að vesenast með þessa opnu. Var fyrst að hugsa um að hafa myndir á henni og hafa textann falinn á bakvið, en ákvað að það gæti bara verið skemmtilegt að brjóta albúmið upp með svona textaopnu.
Ég var svolítið lengi með textann! Loksins þegar ég náði að dusta rykið af atburðum frá síðustu öld, var ég óstöðvandi og það er skemmst frá því að segja að ef einhverjir hefðu verið í nágrenni við mig þá hefðu hinir sömu efast um toppstykkið, jú know!!
Þarna sat ég, ein með sjálfri mér, skrifaði eins og brjálæðingur....með blýjanti í skrifblokk.....því ekki get ég samið í tölvuna (hm þarf að endurskoða það viðhorf fyrst ég er farin að blogga á tölvu!!) og rak upp rokna hlátur reglulega!! Já, ég skil ekkert í mér að halda að ekkert skemmtilegt hafi gerst í "gamla daga" (fliss)!!
Hér eru svo herlegheitin!
Annars að öðru. Við fórum til læknis í dag með Önju því hún er búin að vera svo ferlega slæm af exeminu undanfarið. Það var ákveðið að leggja hana inn á Húðdeildina í Kópavogi til að ná þessu niður og vonandi komumst við að á mánudaginn. Ég er dauðfegin því greyið sefur svo illa og síðan þegar það er svona kalt og þurrt þá er hún hálfu verri. Þetta tekur vonandi ekki langan tíma, en í fyrra þurftum við að vera í 2 vikur.
Það er spurning um að grafa upp krosssauminn til að taka með......það er ekki víst að það verði vinsælt að leggja undir sig svæðið og skrappa!
Ég var svolítið lengi með textann! Loksins þegar ég náði að dusta rykið af atburðum frá síðustu öld, var ég óstöðvandi og það er skemmst frá því að segja að ef einhverjir hefðu verið í nágrenni við mig þá hefðu hinir sömu efast um toppstykkið, jú know!!
Þarna sat ég, ein með sjálfri mér, skrifaði eins og brjálæðingur....með blýjanti í skrifblokk.....því ekki get ég samið í tölvuna (hm þarf að endurskoða það viðhorf fyrst ég er farin að blogga á tölvu!!) og rak upp rokna hlátur reglulega!! Já, ég skil ekkert í mér að halda að ekkert skemmtilegt hafi gerst í "gamla daga" (fliss)!!
Hér eru svo herlegheitin!
Annars að öðru. Við fórum til læknis í dag með Önju því hún er búin að vera svo ferlega slæm af exeminu undanfarið. Það var ákveðið að leggja hana inn á Húðdeildina í Kópavogi til að ná þessu niður og vonandi komumst við að á mánudaginn. Ég er dauðfegin því greyið sefur svo illa og síðan þegar það er svona kalt og þurrt þá er hún hálfu verri. Þetta tekur vonandi ekki langan tíma, en í fyrra þurftum við að vera í 2 vikur.
Það er spurning um að grafa upp krosssauminn til að taka með......það er ekki víst að það verði vinsælt að leggja undir sig svæðið og skrappa!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)